Brenndu jólasteikinni í hvelli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 26. desember 2012 19:52 Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. Margir ætluðu hins vegar að halda átinu áfram í kvöld og voru því að vinna sér í haginn. Trimmklúbbur Seltjarnarness mætti snemma í Seltjarnarneskirkju í morgun og eftir stutta bænastund og samsöng fór fram hið árlega kirkjuhlaup þar sem hópurinn hleypur um fjórtán kílómetra leið framhjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Mikill fjöldi fólks var mættur í hlaupagallanum og greinilega enginn þungur á fæti þrátt fyrir hangikjötsát. Þá var um fimmtíu manna hópur hjá Crossfit Kötlu mættur fyrir hádegi á æfingu til að brenna Jólasteikinni eins og æfing dagsins var kölluð. Í myndbandinu hér að ofan má sjá fólk púla allhressilega og taka á ýmsum lóðum og járnstöngum til að losa sig örugglega við allar umfram kaloríur sem jólaátið felur í sér. „Hér er best að vera. Þetta er svo gaman, best að vera. Maður fær bara orku," sagði Erla Signý Þormar.Og kannski inneign fyrir meira áti í kvöld? „Já, konfektið og allt bíður eftir heima," svaraði hún. „Ég er að byrja aftur eftir langan tíma í pásu, það er erfitt núna," sagði Guðni Þorsteinn Guðjónsson.Og þú valdir annan í jólum til að byrja aftur? „Ef það er einhverntíma tími til að byrja aftur þá er það núna," svaraði hann. Eftir að hafa raðað í sig kræsingum undanfarna daga friðuðu margir samviskuna í dag með því að skella sér í ræktina, þeirra á meðal Egill Helgason, sjónvarpsmaður. „Ég er að leggja inn fyrir kalkúninum sem ætla að borða í kvöld og rjúpunum sem ætla að borða á morgun. Þetta er skelfilegt, maður rétt nær að balansera og veitir ekki af," sagði Egill. Á næstu maskínu í Worldclass hamaðist Jói Fel, sjónvarpskokkur. „Málið er að ég er svo duglegur að æfa þannig að ég borða bara ennþá meira og ég er búinn að borða svo svakalega mikið að ég þarf að taka extra æfingu. Þó það sé annar í jólum þá er rúmlega 2 klukkutíma æfing framundan. Ég er búinn að borða sko hamborgarhrygg og hangikjöt. Þannig það er búið að vera mikið af salti. Svo það eru rjúpurnar í kvöld," sagði hann. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. Margir ætluðu hins vegar að halda átinu áfram í kvöld og voru því að vinna sér í haginn. Trimmklúbbur Seltjarnarness mætti snemma í Seltjarnarneskirkju í morgun og eftir stutta bænastund og samsöng fór fram hið árlega kirkjuhlaup þar sem hópurinn hleypur um fjórtán kílómetra leið framhjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Mikill fjöldi fólks var mættur í hlaupagallanum og greinilega enginn þungur á fæti þrátt fyrir hangikjötsát. Þá var um fimmtíu manna hópur hjá Crossfit Kötlu mættur fyrir hádegi á æfingu til að brenna Jólasteikinni eins og æfing dagsins var kölluð. Í myndbandinu hér að ofan má sjá fólk púla allhressilega og taka á ýmsum lóðum og járnstöngum til að losa sig örugglega við allar umfram kaloríur sem jólaátið felur í sér. „Hér er best að vera. Þetta er svo gaman, best að vera. Maður fær bara orku," sagði Erla Signý Þormar.Og kannski inneign fyrir meira áti í kvöld? „Já, konfektið og allt bíður eftir heima," svaraði hún. „Ég er að byrja aftur eftir langan tíma í pásu, það er erfitt núna," sagði Guðni Þorsteinn Guðjónsson.Og þú valdir annan í jólum til að byrja aftur? „Ef það er einhverntíma tími til að byrja aftur þá er það núna," svaraði hann. Eftir að hafa raðað í sig kræsingum undanfarna daga friðuðu margir samviskuna í dag með því að skella sér í ræktina, þeirra á meðal Egill Helgason, sjónvarpsmaður. „Ég er að leggja inn fyrir kalkúninum sem ætla að borða í kvöld og rjúpunum sem ætla að borða á morgun. Þetta er skelfilegt, maður rétt nær að balansera og veitir ekki af," sagði Egill. Á næstu maskínu í Worldclass hamaðist Jói Fel, sjónvarpskokkur. „Málið er að ég er svo duglegur að æfa þannig að ég borða bara ennþá meira og ég er búinn að borða svo svakalega mikið að ég þarf að taka extra æfingu. Þó það sé annar í jólum þá er rúmlega 2 klukkutíma æfing framundan. Ég er búinn að borða sko hamborgarhrygg og hangikjöt. Þannig það er búið að vera mikið af salti. Svo það eru rjúpurnar í kvöld," sagði hann.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira