Skorað á stjórnvöld að tryggja íslenskum börnum tannvernd JHH skrifar 27. september 2012 10:18 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tók við undirskriftasöfnununum í morgun. mynd/ frikki. Nemendur úr Landakotsskóla afhentu núna í morgun Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina. Barnaheill - Save the Children á Íslandi stóðu fyrir málþingi í mars um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Heilbrigðiskerfið virðist vera sá hlekkur sem er veikastur þegar kemur að tannheilsu barna og jafnvel má segja að hann sé brostinn eins og staðan er í dag. Stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sendi út ályktun fyrr á árinu þar sem skorað var á yfirvöld, tannlækna og samfélagið allt að: 1. Ljúka sem fyrst gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020. Þar komi fram markmið og áætlanir yfirvalda um tannheilsu þjóðarinnar, ekki síst barna. Brýnt er í slíkri áætlunargerð að taka sérstakt tillit til viðkvæmra hópa á borð við tekjulága og innflytjendur og að börn hvarvetna á landinu hafi jafnan aðgang að tannheilbrigðisþjónustu. Þá verða forvarnir og meðferðarúrræði að haldast í hendur, enda sitthvor hliðin á sama peningi. 2. Heilbrigðisáætlun fylgi tímasett og opinber aðgerðaáætlun svo samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi og almenningur allur geti veitt yfirvöldum og öðrum hlutaðeigandi aðhald í sinni vinnu. 3. Kynnt verði á Alþingi reglugerð um skipulegt tanneftirlit sem taki mið af þeim markmiðum sem sett eru fram í heilbrigðisáætlun. 4. Efla samstarfið á milli annars vegar heilbrigðiskerfisins og hins vegar félagslega kerfisins þannig að haldið sé utan um öll börn landsins og réttur þeirra til heilsuverndar, til verndar gegn vanrækslu og ofbeldi sé tryggður. 5. Allir aðilar sýni vilja til þess að breyta því ástandi sem nú ríkir í tannvernd barna og vinni að lausnum af ábyrgð og staðfestu. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Nemendur úr Landakotsskóla afhentu núna í morgun Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina. Barnaheill - Save the Children á Íslandi stóðu fyrir málþingi í mars um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Heilbrigðiskerfið virðist vera sá hlekkur sem er veikastur þegar kemur að tannheilsu barna og jafnvel má segja að hann sé brostinn eins og staðan er í dag. Stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sendi út ályktun fyrr á árinu þar sem skorað var á yfirvöld, tannlækna og samfélagið allt að: 1. Ljúka sem fyrst gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020. Þar komi fram markmið og áætlanir yfirvalda um tannheilsu þjóðarinnar, ekki síst barna. Brýnt er í slíkri áætlunargerð að taka sérstakt tillit til viðkvæmra hópa á borð við tekjulága og innflytjendur og að börn hvarvetna á landinu hafi jafnan aðgang að tannheilbrigðisþjónustu. Þá verða forvarnir og meðferðarúrræði að haldast í hendur, enda sitthvor hliðin á sama peningi. 2. Heilbrigðisáætlun fylgi tímasett og opinber aðgerðaáætlun svo samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi og almenningur allur geti veitt yfirvöldum og öðrum hlutaðeigandi aðhald í sinni vinnu. 3. Kynnt verði á Alþingi reglugerð um skipulegt tanneftirlit sem taki mið af þeim markmiðum sem sett eru fram í heilbrigðisáætlun. 4. Efla samstarfið á milli annars vegar heilbrigðiskerfisins og hins vegar félagslega kerfisins þannig að haldið sé utan um öll börn landsins og réttur þeirra til heilsuverndar, til verndar gegn vanrækslu og ofbeldi sé tryggður. 5. Allir aðilar sýni vilja til þess að breyta því ástandi sem nú ríkir í tannvernd barna og vinni að lausnum af ábyrgð og staðfestu.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira