Lítið fer til forvarna við sjálfsvígum Sunna skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Velferðarráðherra ætlar nú að kalla eftir upplýsingum frá Landlækni varðandi sjálfsvíg og láta skoða þær innan ráðuneytisins.Fréttablaðið/GVA Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sá fyrst tölur um sjálfsvígstilraunir hjá Landspítalanum í Fréttablaðinu í gær. Hann ætlar að skoða málið og afla upplýsinga frá Landlæknisembættinu í kjölfar umfjöllunarinnar. „Þetta eru nýjar tölur fyrir okkur, við höfum aldrei fengið að sjá þær áður. En þetta er eins og með annað í heilbrigðiskerfinu að skráningu er ábótavant,“ segir hann. „Við munum skoða skráningar hjá Landlækni varðandi sjálfsvíg í kjölfar þessarar fréttar.“ Árlega fremja á bilinu 30 til 35 manns sjálfsvíg á Íslandi. Tíðnin hefur staðið í stað undanfarinn áratug og jókst ekki eftir efnahagshrunið. Ríkið eyrnamerkir sjö milljónir á ári í forvarnir gegn sjálfsvígum. Féð rennur til Landlæknis og í laun eins hjúkrunarfræðings í hlutastarfi. Til samanburðar er um 200 milljónum varið í forvarnir gegn umferðarslysum, en banaslysum í umferðinni hefur blessunarlega fækkað á undanförnum árum og eru þau nú yfirleitt á bilinu 10 til 20 á ári. Landspítalinn tekur á móti um 500 tilfellum árlega vegna sjálfsvígstilrauna og hefur fjöldinn margfaldast síðan árið 2007. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er þó talið að fjöldatölurnar hafi verið vanmetnar áður, þar sem sjálfsvígum hefur ekki fjölgað eins og skráðum tilraunum. Guðbjartur segir mikla vinnu vera unna varðandi forvarnir gegn sjálfsvígum, bæði innan skóla- og heilbrigðiskerfisins. Hann segir jákvætt að fá nýjar upplýsingar inn í þá vinnu en ítrekar nauðsyn þess að vinna hlutina heildstætt eins og áætlanir innan heilbrigðiskerfisins gera ráð fyrir, meðal annars með innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár. Í Fréttablaðinu í gær sagði Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, að tölur um fjölgun sjálfsvígstilrauna gætu þýtt að um hafi verið að ræða vanmat á fyrri tölum, þar sem eiginlegum sjálfsvígum hafi ekki fjölgað jafnmikið. Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sá fyrst tölur um sjálfsvígstilraunir hjá Landspítalanum í Fréttablaðinu í gær. Hann ætlar að skoða málið og afla upplýsinga frá Landlæknisembættinu í kjölfar umfjöllunarinnar. „Þetta eru nýjar tölur fyrir okkur, við höfum aldrei fengið að sjá þær áður. En þetta er eins og með annað í heilbrigðiskerfinu að skráningu er ábótavant,“ segir hann. „Við munum skoða skráningar hjá Landlækni varðandi sjálfsvíg í kjölfar þessarar fréttar.“ Árlega fremja á bilinu 30 til 35 manns sjálfsvíg á Íslandi. Tíðnin hefur staðið í stað undanfarinn áratug og jókst ekki eftir efnahagshrunið. Ríkið eyrnamerkir sjö milljónir á ári í forvarnir gegn sjálfsvígum. Féð rennur til Landlæknis og í laun eins hjúkrunarfræðings í hlutastarfi. Til samanburðar er um 200 milljónum varið í forvarnir gegn umferðarslysum, en banaslysum í umferðinni hefur blessunarlega fækkað á undanförnum árum og eru þau nú yfirleitt á bilinu 10 til 20 á ári. Landspítalinn tekur á móti um 500 tilfellum árlega vegna sjálfsvígstilrauna og hefur fjöldinn margfaldast síðan árið 2007. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er þó talið að fjöldatölurnar hafi verið vanmetnar áður, þar sem sjálfsvígum hefur ekki fjölgað eins og skráðum tilraunum. Guðbjartur segir mikla vinnu vera unna varðandi forvarnir gegn sjálfsvígum, bæði innan skóla- og heilbrigðiskerfisins. Hann segir jákvætt að fá nýjar upplýsingar inn í þá vinnu en ítrekar nauðsyn þess að vinna hlutina heildstætt eins og áætlanir innan heilbrigðiskerfisins gera ráð fyrir, meðal annars með innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár. Í Fréttablaðinu í gær sagði Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, að tölur um fjölgun sjálfsvígstilrauna gætu þýtt að um hafi verið að ræða vanmat á fyrri tölum, þar sem eiginlegum sjálfsvígum hafi ekki fjölgað jafnmikið.
Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent