Ofsaveður olli óvenju miklu tjóni 3. nóvember 2012 08:00 Aftakaveður var um land allt í gær en fyrir norðan og austan var mikil snjókoma. Mynd/Auðunn Níelsson Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leituðu til bráðadeildar Landspítalans vegna meiðsla. „Það er bara vitlaust veður,“ sagði Helgi Sigurmonsson, bóndi í Hraunsmúla í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem vindstyrkur hafði mælst mestur á landinu í gær. Í hviðum fór vindurinn allt upp í 61 metra á sekúndu í Hraunsmúla en að meðaltali var hann 38 metrar á sekúndu þegar verst lét síðdegis. „Það er farinn hérna fjórði partur af hlöðuþaki. Ég fékk tíu björgunarmenn og þeim tókst að hefta þetta niður, en ég veit ekki hvað verður. Og svo var nú rafmagnið að fara líka rétt í þessu, þannig að það er orðið sjónvarpslaust. Þetta er alveg skelfilegt og þetta er ekki búið,“ sagði Helgi þegar Fréttablaðið ræddi við hann um kvöldmatarleytið. Óvenjumikið var um stór tjón í óveðrinu í gær. „Þau skipta örugglega tugum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stóð í ströngu við að aðstoða fólk um land allt. Hátt í 300 manns tóku þátt í störfum björgunarsveitanna. Nærri 400 aðstoðarbeiðnir bárust á höfuðborgarsvæðinu en á landinu öllu höfðu björgunarsveitir sinnt hátt í 500 útköllum í gærkvöld. Reiknað var með að útköllin myndu halda áfram alla nóttina þótt ástandið hafi eitthvað verið byrjað að róast þegar leið á kvöldið í gær. Mikið hefur verið um að þök hafi fokið af í heilu lagi af húsum. Bílar og gámar fuku, malbik flettist hreinlega af vegum og bæði tré og rafmagnsstaurar brotnuðu. Tugir manna þurftu að leita til bráðadeildar Landspítalans. Ástandið var verst á höfuðborgarsvæðinu og svo í Vík í Mýrdal og þar í kring. Á Geldinganesi í Reykjavík náði meðalvindur 38 metrum á sekúndu síðdegis og var því jafn öflugur og í Hraunsmúla. Hviðurnar á Geldinganesi komust upp í 52 metra á sekúndu. „Það sem hefur verið óvenjulegt hér á höfuðborgarsvæðinu er að vindmögnun á Kjalarnesinu náði mun lengra frá Esjunni en venjulega,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir líka óvenjulegt við þetta ofsaveður að það hafi náð til landsins alls í óvenju langan tíma. „Flest árin fær einhver landshluti svona veður, en í þetta skiptið er mjög hvasst á landinu öllu.“ Veðurofsinn skýrist af því að mikil hæð er yfir Grænlandi ásamt óvenju djúpri lægð fyrir austan land sem ekkert gefur eftir. „Þetta er eiginlega erfiðasta staða sem hægt er að fá,“ segir Teitur. „Og það er frekar leiðinlegt að fá þetta svona snemma vetrar.“ Þetta ástand hefur verið viðvarandi frá þriðjudegi en náði hámarki í gær. Í dag má samt reikna með miklu hvassviðri um land allt, en svo dettur það víðast hvar niður í nótt þegar hæðin yfir Grænlandi mjakast inn yfir landið. „Þetta gengur fyrst niður á Norðvesturlandi en síðast á Austurlandi þar sem hvasst verður fram eftir sunnudeginum,“ segir Teitur.fréttablaðið/vilhelm Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leituðu til bráðadeildar Landspítalans vegna meiðsla. „Það er bara vitlaust veður,“ sagði Helgi Sigurmonsson, bóndi í Hraunsmúla í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem vindstyrkur hafði mælst mestur á landinu í gær. Í hviðum fór vindurinn allt upp í 61 metra á sekúndu í Hraunsmúla en að meðaltali var hann 38 metrar á sekúndu þegar verst lét síðdegis. „Það er farinn hérna fjórði partur af hlöðuþaki. Ég fékk tíu björgunarmenn og þeim tókst að hefta þetta niður, en ég veit ekki hvað verður. Og svo var nú rafmagnið að fara líka rétt í þessu, þannig að það er orðið sjónvarpslaust. Þetta er alveg skelfilegt og þetta er ekki búið,“ sagði Helgi þegar Fréttablaðið ræddi við hann um kvöldmatarleytið. Óvenjumikið var um stór tjón í óveðrinu í gær. „Þau skipta örugglega tugum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stóð í ströngu við að aðstoða fólk um land allt. Hátt í 300 manns tóku þátt í störfum björgunarsveitanna. Nærri 400 aðstoðarbeiðnir bárust á höfuðborgarsvæðinu en á landinu öllu höfðu björgunarsveitir sinnt hátt í 500 útköllum í gærkvöld. Reiknað var með að útköllin myndu halda áfram alla nóttina þótt ástandið hafi eitthvað verið byrjað að róast þegar leið á kvöldið í gær. Mikið hefur verið um að þök hafi fokið af í heilu lagi af húsum. Bílar og gámar fuku, malbik flettist hreinlega af vegum og bæði tré og rafmagnsstaurar brotnuðu. Tugir manna þurftu að leita til bráðadeildar Landspítalans. Ástandið var verst á höfuðborgarsvæðinu og svo í Vík í Mýrdal og þar í kring. Á Geldinganesi í Reykjavík náði meðalvindur 38 metrum á sekúndu síðdegis og var því jafn öflugur og í Hraunsmúla. Hviðurnar á Geldinganesi komust upp í 52 metra á sekúndu. „Það sem hefur verið óvenjulegt hér á höfuðborgarsvæðinu er að vindmögnun á Kjalarnesinu náði mun lengra frá Esjunni en venjulega,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir líka óvenjulegt við þetta ofsaveður að það hafi náð til landsins alls í óvenju langan tíma. „Flest árin fær einhver landshluti svona veður, en í þetta skiptið er mjög hvasst á landinu öllu.“ Veðurofsinn skýrist af því að mikil hæð er yfir Grænlandi ásamt óvenju djúpri lægð fyrir austan land sem ekkert gefur eftir. „Þetta er eiginlega erfiðasta staða sem hægt er að fá,“ segir Teitur. „Og það er frekar leiðinlegt að fá þetta svona snemma vetrar.“ Þetta ástand hefur verið viðvarandi frá þriðjudegi en náði hámarki í gær. Í dag má samt reikna með miklu hvassviðri um land allt, en svo dettur það víðast hvar niður í nótt þegar hæðin yfir Grænlandi mjakast inn yfir landið. „Þetta gengur fyrst niður á Norðvesturlandi en síðast á Austurlandi þar sem hvasst verður fram eftir sunnudeginum,“ segir Teitur.fréttablaðið/vilhelm
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira