Ætlar aldrei að fyrirgefa séra Georg Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 19:41 Kona sem séra Georg, skólastjóri Landakotsskóla, byrjaði að níðast á þegar hún var níu ára, fagnar skýrslu Rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar þó hún hafi blendnar tilfinningar til efnis hennar. Hún er nokkuð viss um að séra Georg er ekki í himnaríki. Iðunn Angela greindi opinberlega frá misnotkuninni í Fréttatímanum í fyrra. Ofbeldið stóð yfir í þrjú ár. Hún segist hafa verið tekin út úr tímum til að skólastjórinn gæti káfað á henni. Iðunn fékk fregnir af skýrslunni í gær. „Það voru svona blendnar tilfinningar. Auðvitað var ég ánægð, en ég kveið rosalega að lesa hana. Ég byrjaði að lesa hana, ég kláraði það ekki, ég treysti mér ekki til þess." Í skýrslunni er meðal annars að finna vitnisburð átta manns sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi af séra Georg, og sum hver einnig af Margréti Muller. „Þetta breytir heilmiklu fyrir mig. Ég náttúrulega burðast með þetta frá því ég byrja í skólanum, átta ára, þó sjálft kynferðislega ofbeldið hafi ekki byrjað fyrr en ári seinna, en guð minn góður ég var níu ára þegar þetta byrjar. Ég hef svo oft minnst á þetta. Ég talaði um þetta við alla presta, ég talaði um þetta við nunnur, pabbi fór og ræddi við biskupinn á sínum tíma, það hlustaði enginn. Nú einhvern veginn finnst mér ég geta sagt: ég sagði ykkur þetta. Þetta gerðist." Hún er enn kaþólsk þó hún hafi ekki alið börnin sín upp í kaþólskum sið. „Ég hugsa að hann hafi eyðilagt æði margt. Hann eyðilagði trúna mína mikið frekar á fullorðið fólk. En honum tókst ekki að eyðileggja trúna mína enda kemur þetta trúnni raunverulega ekkert við." Iðunn segir að hún hafi alltaf verið hvött til að fyrirgefa séra Georg, en það geri hún aldrei. „Mig langar ekki til þess, mér finnst engin ástæða til þess. Það er nú talað um himnaríki og helvíti og ég er nú nokkuð viss um hvoru megin hann er og það svona gefur mér smá ró." Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Kona sem séra Georg, skólastjóri Landakotsskóla, byrjaði að níðast á þegar hún var níu ára, fagnar skýrslu Rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar þó hún hafi blendnar tilfinningar til efnis hennar. Hún er nokkuð viss um að séra Georg er ekki í himnaríki. Iðunn Angela greindi opinberlega frá misnotkuninni í Fréttatímanum í fyrra. Ofbeldið stóð yfir í þrjú ár. Hún segist hafa verið tekin út úr tímum til að skólastjórinn gæti káfað á henni. Iðunn fékk fregnir af skýrslunni í gær. „Það voru svona blendnar tilfinningar. Auðvitað var ég ánægð, en ég kveið rosalega að lesa hana. Ég byrjaði að lesa hana, ég kláraði það ekki, ég treysti mér ekki til þess." Í skýrslunni er meðal annars að finna vitnisburð átta manns sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi af séra Georg, og sum hver einnig af Margréti Muller. „Þetta breytir heilmiklu fyrir mig. Ég náttúrulega burðast með þetta frá því ég byrja í skólanum, átta ára, þó sjálft kynferðislega ofbeldið hafi ekki byrjað fyrr en ári seinna, en guð minn góður ég var níu ára þegar þetta byrjar. Ég hef svo oft minnst á þetta. Ég talaði um þetta við alla presta, ég talaði um þetta við nunnur, pabbi fór og ræddi við biskupinn á sínum tíma, það hlustaði enginn. Nú einhvern veginn finnst mér ég geta sagt: ég sagði ykkur þetta. Þetta gerðist." Hún er enn kaþólsk þó hún hafi ekki alið börnin sín upp í kaþólskum sið. „Ég hugsa að hann hafi eyðilagt æði margt. Hann eyðilagði trúna mína mikið frekar á fullorðið fólk. En honum tókst ekki að eyðileggja trúna mína enda kemur þetta trúnni raunverulega ekkert við." Iðunn segir að hún hafi alltaf verið hvött til að fyrirgefa séra Georg, en það geri hún aldrei. „Mig langar ekki til þess, mér finnst engin ástæða til þess. Það er nú talað um himnaríki og helvíti og ég er nú nokkuð viss um hvoru megin hann er og það svona gefur mér smá ró."
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira