Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir fjallgöngu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vatnshlíðarhorn er nærri Kleifarvatni.
Vatnshlíðarhorn er nærri Kleifarvatni.
Þrír voru fluttir slasaðir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að þeir hrösuðu í göngu við Vatnshlíðarhorn, nærri Kleifarvatni. Hópur fólks var þar í göngu í morgun. Ekki er talið að meiðsl fólksins séu alvarleg og mun fólkið hafa komist sjálft niður fjallið og á bílaplan þar sem sjúkrabíll var til taks. Fjallabíll sjúkraliðsins var sendur af stað til aðstoðar en ekki reyndist nauðsynlegt að nota hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×