Innlent

Gekk berserksgang við Helgamagrastræti

Ungur maður gekk berserksgang og eyðilagði fimm bíla sem stóðu við Helgamagrastræti á Akureyri. Maðurinn notaði ruslatunnur sem hann hafði gripið við nærliggjandi hús til að berja utan á bílunum auk þess sem hann sparkaði í þær. Bifreiðarnar eru allar dældaðar að utan eftir atlöguna og nokkrar rúður brotnar. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×