Innlent

Þyrla sótti meðvitundarlausa konu

BBI skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt vegna konu sem fannst við sumarhúsabyggð í Grímsnesi. Konan var meðvitundarlaus þegar hún fannst og orðin mjög köld.

Þyrlan var kölluð út klukkan tuttugu mínútur í tólf í gærkvöldi að Álftavatni við Sogið. Hún var lent með konuna við Borgarspítalann um klukkan tuttugu mínútur yfir tólf.

Ekki er vitað um líðan konunnar eins og stendur en hún mun hafa verið lengi úti þegar hún fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×