Innlent

Glæsilegustu stjörnuljósmyndir ársins 2012

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Satúrnus Hringadróttin og Títan.
Satúrnus Hringadróttin og Títan. Mynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute
Stjörnufræðivefurinn hefur tekið saman lista yfir bestu stjörnuljósmyndir ársins 2012.

Það kennir ýmissa grasa á listanum. Árið sem nú líður undir lok hefur sannarlega reynst vísindamönnum, sem og áhugamönnum, stórfenglegt.

Stærstu fréttir ársins er varða geimvísindi eru vafalaust þær sem borist hafa frá Mars. Vitjeppinn Curiosity, sem lenti heilu og höldnu á rauðu plánetunni þann 6. ágúst síðastliðinn, hefur heillað mannkyn upp úr skónum með uppátækjum sínum og vísindalegri nálgun.

Vettvangsrannsóknir Curiosity hafa nú þegar varpað nýju ljósi á efnafræðilega samsetningu Mars. Engu að síður er sendiför farsins aðeins nýhafin og þessi einmana sendiherra mannkyns á enn eftir að svara stóru spurningunni: Þreifst líf eitt sinn á Mars?

Fleira má finna á listanum. Þar á meðal er stórfengleg þverganga Venusar fyrir sólu, tignarlegur dans Satúrnusar og tunglsins Títan og óviðjafnanlegt útsýni Cassini geimfarsins.

Hægt er að nálgast listann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×