Kaupmannahöfn er langvinsælasti áfangastaður farþega á Keflavíkurflugvelli. London kemur þar á eftir.
Samkvæmt talningu Isavia, sem greint er frá á vef Túrista, fóru meira en fimmtíu þúsundum fleiri farþegar til og frá Kaupmannahöfn en London á síðasta ári, eða rúmlega 375.200 manns. Alls flugu tæplega 323.500 manns til London. New York er í þriðja sæti á listanum yfir vinsælustu áfangastaðina, með rúmlega 228.500 farþega í fyrra. Gran Canaria og Vín eru í neðstu sætunum, með um 8.500 farþega hvor. Aðrar vinsælar borgir á lista Isavia eru meðal annars Ósló, París, Berlín og Gautaborg.

