Sumarhús sem stóð við Húsasmiðjuna í Grafarholti tókst á loft í veðurofsanum í kvöld og sveif út á umferðargötu þar sem það splundraðist með tilheyrandi hávaða og látum.
„Ég var staddur í Nóatúni í Grafarholtinu þegar það heyrðist mikill hávaði að utan," segir Guðjón Karl Þórisson sem varð vitni að atvikunum.
Björgunarsveitarmenn sem staddir voru í búðinni að selja Neyðarkallinn brugðu skjótt við og hlupu út á götuna til að stýra umferð þar framhjá og hreinsa upp lausa hluti.
Blessunarlega urðu ekki slys á fólki þegar sumarhúsið lagði af stað.
Sumarhús tók flugið
BBI skrifar
