Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Tiit Sokk, þjálfari eistneska landsliðsins, varð Ólympíumeistari með Sovetríkjunum 1988. Hér er hann lengst til vinstri á myndinni. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira