Fótbolti

Drogba fékk magnaðar móttökur í Kína

Didier Drogba kom ansi mörgum á óvart er hann hélt því fram að hann væri ekki að fara til Kína vegna peninganna. Drogba er lentur í Kína og fékk flottar móttökur.

"Ég kom til Kína því eigandi félagsins heillaði mig. Þetta er mikil áskorun. Það væri auðveldara að spila í Evrópu. Peningar skipta ekki öllu máli. Ég er spenntur fyrir nýjum lífsstíl," sagði Drogba.

Drogba hittir fyrir hjá Shanghai Shenhua sinn gamla félaga, Nicolas Anelka.

Hér að ofan má sjá myndband af þeim ótrúlegu móttökum sem Drogba fékk í Shanghai.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×