Kom heim frá Úganda með tumbu-lirfu í handleggnum 9. nóvember 2012 07:00 Sárið var orðið allstórt og sýkingin mikil. myndir/læknablaðið Karlmaður á sjötugsaldri, sem hafði dvalið um skeið í Úganda, leitaði á bráðamóttöku Landspítalans nýlega vegna hita og roða út frá sári á framhandlegg. Við rannsókn kom í ljós að flugulirfa svokallaðrar tumbu-flugu hafðist við í handlegg mannsins og var mikil sýking í sárinu. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er þessu sjúkdómstilfelli lýst og er um svokallaða lirfuóværu í húð að ræða. Lirfuóværa er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur sem orsakast af flugnalirfum sem lifa sníkjulífi í hryggdýrum. Sjúkdómurinn er vel þekktur í mönnum en einnig algengt vandamál í húsdýrum. Maðurinn hafði fengið fjölmörg flugnabit víðs vegar um líkamann við dvöl sína í landinu, en einkenni þeirra hurfu án eftirkasta. Því dugði þessi eina lirfa til þess að einkennin voru orðin þetta mikil. Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það ekki sérlega óalgengt að fólk fái húðútbrot eftir dvöl erlendis, en lirfuóværa sé fremur sjaldgæf skýring á slíkum útbrotum. „Tíðnin fer þó eftir því hvar fólk hefur dvalist og hve lengi. Þetta er þó væntanlega ekki fyrsta tilfellið sem greinist hér á landi, þótt þetta sé fyrsta tilfellið sem er tilkynnt,“ segir Magnús. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, veit ekki til þess að „tumbu-flugan“ hafi hlotið viðeigandi íslenskt heiti enn sem komið er. Spurður hvort um mikla plágu sé að ræða þar sem flugan sé landlæg segir Erling að svo sé. „Já, hún er engin skemmtun fyrir þá sem sýkjast af henni. Það er aldrei gaman að láta éta sig, hvorki utan frá né innan,“ segir Erling. Í Læknablaðinu kemur fram að erlendar rannsóknir sýna að eftir ferð til hitabeltislanda leita 8-19% ferðamanna til læknis og eru húðútbrot algengustu umkvörtunarefnin, auk meltingarfæra- og öndunarfærasjúkdóma. Upplýsingar í franskri rannsókn, sem tók til 269 ferðamanna með húðvandamál eftir ferðalög til hitabeltislanda, er talin lýsandi. Þar reyndist húðskriðlirfusýki algengasta greiningin (25%), en þar á eftir kom graftarhúðkvilli í 18% tilfella, klæjandi húðbólga vegna skordýrabits (10%) í þriðja sæti og lirfuóværa í húð (9%) í því fjórða. Það er mat höfunda greinarinnar að full ástæða sé til þess að íslenskir læknar viti af tilveru þessar óværu, ekki síst í ljósi sífellt fleiri ferðalaga fólks frá Íslandi til hitabeltislanda. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri, sem hafði dvalið um skeið í Úganda, leitaði á bráðamóttöku Landspítalans nýlega vegna hita og roða út frá sári á framhandlegg. Við rannsókn kom í ljós að flugulirfa svokallaðrar tumbu-flugu hafðist við í handlegg mannsins og var mikil sýking í sárinu. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er þessu sjúkdómstilfelli lýst og er um svokallaða lirfuóværu í húð að ræða. Lirfuóværa er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur sem orsakast af flugnalirfum sem lifa sníkjulífi í hryggdýrum. Sjúkdómurinn er vel þekktur í mönnum en einnig algengt vandamál í húsdýrum. Maðurinn hafði fengið fjölmörg flugnabit víðs vegar um líkamann við dvöl sína í landinu, en einkenni þeirra hurfu án eftirkasta. Því dugði þessi eina lirfa til þess að einkennin voru orðin þetta mikil. Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það ekki sérlega óalgengt að fólk fái húðútbrot eftir dvöl erlendis, en lirfuóværa sé fremur sjaldgæf skýring á slíkum útbrotum. „Tíðnin fer þó eftir því hvar fólk hefur dvalist og hve lengi. Þetta er þó væntanlega ekki fyrsta tilfellið sem greinist hér á landi, þótt þetta sé fyrsta tilfellið sem er tilkynnt,“ segir Magnús. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, veit ekki til þess að „tumbu-flugan“ hafi hlotið viðeigandi íslenskt heiti enn sem komið er. Spurður hvort um mikla plágu sé að ræða þar sem flugan sé landlæg segir Erling að svo sé. „Já, hún er engin skemmtun fyrir þá sem sýkjast af henni. Það er aldrei gaman að láta éta sig, hvorki utan frá né innan,“ segir Erling. Í Læknablaðinu kemur fram að erlendar rannsóknir sýna að eftir ferð til hitabeltislanda leita 8-19% ferðamanna til læknis og eru húðútbrot algengustu umkvörtunarefnin, auk meltingarfæra- og öndunarfærasjúkdóma. Upplýsingar í franskri rannsókn, sem tók til 269 ferðamanna með húðvandamál eftir ferðalög til hitabeltislanda, er talin lýsandi. Þar reyndist húðskriðlirfusýki algengasta greiningin (25%), en þar á eftir kom graftarhúðkvilli í 18% tilfella, klæjandi húðbólga vegna skordýrabits (10%) í þriðja sæti og lirfuóværa í húð (9%) í því fjórða. Það er mat höfunda greinarinnar að full ástæða sé til þess að íslenskir læknar viti af tilveru þessar óværu, ekki síst í ljósi sífellt fleiri ferðalaga fólks frá Íslandi til hitabeltislanda. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira