Kom heim frá Úganda með tumbu-lirfu í handleggnum 9. nóvember 2012 07:00 Sárið var orðið allstórt og sýkingin mikil. myndir/læknablaðið Karlmaður á sjötugsaldri, sem hafði dvalið um skeið í Úganda, leitaði á bráðamóttöku Landspítalans nýlega vegna hita og roða út frá sári á framhandlegg. Við rannsókn kom í ljós að flugulirfa svokallaðrar tumbu-flugu hafðist við í handlegg mannsins og var mikil sýking í sárinu. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er þessu sjúkdómstilfelli lýst og er um svokallaða lirfuóværu í húð að ræða. Lirfuóværa er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur sem orsakast af flugnalirfum sem lifa sníkjulífi í hryggdýrum. Sjúkdómurinn er vel þekktur í mönnum en einnig algengt vandamál í húsdýrum. Maðurinn hafði fengið fjölmörg flugnabit víðs vegar um líkamann við dvöl sína í landinu, en einkenni þeirra hurfu án eftirkasta. Því dugði þessi eina lirfa til þess að einkennin voru orðin þetta mikil. Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það ekki sérlega óalgengt að fólk fái húðútbrot eftir dvöl erlendis, en lirfuóværa sé fremur sjaldgæf skýring á slíkum útbrotum. „Tíðnin fer þó eftir því hvar fólk hefur dvalist og hve lengi. Þetta er þó væntanlega ekki fyrsta tilfellið sem greinist hér á landi, þótt þetta sé fyrsta tilfellið sem er tilkynnt,“ segir Magnús. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, veit ekki til þess að „tumbu-flugan“ hafi hlotið viðeigandi íslenskt heiti enn sem komið er. Spurður hvort um mikla plágu sé að ræða þar sem flugan sé landlæg segir Erling að svo sé. „Já, hún er engin skemmtun fyrir þá sem sýkjast af henni. Það er aldrei gaman að láta éta sig, hvorki utan frá né innan,“ segir Erling. Í Læknablaðinu kemur fram að erlendar rannsóknir sýna að eftir ferð til hitabeltislanda leita 8-19% ferðamanna til læknis og eru húðútbrot algengustu umkvörtunarefnin, auk meltingarfæra- og öndunarfærasjúkdóma. Upplýsingar í franskri rannsókn, sem tók til 269 ferðamanna með húðvandamál eftir ferðalög til hitabeltislanda, er talin lýsandi. Þar reyndist húðskriðlirfusýki algengasta greiningin (25%), en þar á eftir kom graftarhúðkvilli í 18% tilfella, klæjandi húðbólga vegna skordýrabits (10%) í þriðja sæti og lirfuóværa í húð (9%) í því fjórða. Það er mat höfunda greinarinnar að full ástæða sé til þess að íslenskir læknar viti af tilveru þessar óværu, ekki síst í ljósi sífellt fleiri ferðalaga fólks frá Íslandi til hitabeltislanda. svavar@frettabladid.is Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri, sem hafði dvalið um skeið í Úganda, leitaði á bráðamóttöku Landspítalans nýlega vegna hita og roða út frá sári á framhandlegg. Við rannsókn kom í ljós að flugulirfa svokallaðrar tumbu-flugu hafðist við í handlegg mannsins og var mikil sýking í sárinu. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er þessu sjúkdómstilfelli lýst og er um svokallaða lirfuóværu í húð að ræða. Lirfuóværa er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur sem orsakast af flugnalirfum sem lifa sníkjulífi í hryggdýrum. Sjúkdómurinn er vel þekktur í mönnum en einnig algengt vandamál í húsdýrum. Maðurinn hafði fengið fjölmörg flugnabit víðs vegar um líkamann við dvöl sína í landinu, en einkenni þeirra hurfu án eftirkasta. Því dugði þessi eina lirfa til þess að einkennin voru orðin þetta mikil. Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það ekki sérlega óalgengt að fólk fái húðútbrot eftir dvöl erlendis, en lirfuóværa sé fremur sjaldgæf skýring á slíkum útbrotum. „Tíðnin fer þó eftir því hvar fólk hefur dvalist og hve lengi. Þetta er þó væntanlega ekki fyrsta tilfellið sem greinist hér á landi, þótt þetta sé fyrsta tilfellið sem er tilkynnt,“ segir Magnús. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, veit ekki til þess að „tumbu-flugan“ hafi hlotið viðeigandi íslenskt heiti enn sem komið er. Spurður hvort um mikla plágu sé að ræða þar sem flugan sé landlæg segir Erling að svo sé. „Já, hún er engin skemmtun fyrir þá sem sýkjast af henni. Það er aldrei gaman að láta éta sig, hvorki utan frá né innan,“ segir Erling. Í Læknablaðinu kemur fram að erlendar rannsóknir sýna að eftir ferð til hitabeltislanda leita 8-19% ferðamanna til læknis og eru húðútbrot algengustu umkvörtunarefnin, auk meltingarfæra- og öndunarfærasjúkdóma. Upplýsingar í franskri rannsókn, sem tók til 269 ferðamanna með húðvandamál eftir ferðalög til hitabeltislanda, er talin lýsandi. Þar reyndist húðskriðlirfusýki algengasta greiningin (25%), en þar á eftir kom graftarhúðkvilli í 18% tilfella, klæjandi húðbólga vegna skordýrabits (10%) í þriðja sæti og lirfuóværa í húð (9%) í því fjórða. Það er mat höfunda greinarinnar að full ástæða sé til þess að íslenskir læknar viti af tilveru þessar óværu, ekki síst í ljósi sífellt fleiri ferðalaga fólks frá Íslandi til hitabeltislanda. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira