Erlent

Tókst að bjarga 28 námumönnum úr brennandi gullnámu

Tekist hefur að bjarga 28 námumönnum úr gullnámu á Nýja Sjálandi en þeir urðu fastir í námunni eftir að eldur kom upp í henni í gærkvöldi.

Þeir náðust allir upp heilir á höldnu eftir sjö tíma en einn þeirra þurfti að fara á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Mennirnir voru um 150 metra niðri í námunni þegar eldurinn braust út en þeim tókst að komast í tvö öryggisherbergi í námunni þar sem þeir biðu síðan björgunar.

Ekki er vitað um eldsupptök en eldurinn kom upp í vél niðri í námunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×