Erlent

Frá Halo til trúlofunar - fimm ára fjarsamband á enda

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Það var tilfinningarík stund þegar ungt par í Bandaríkjunum hittist í fyrsta sinn eftir fimm ára fjarsamband. Þau kynntust í gegnum veraldarvefinn en bæði spiluðu þau tölvuleikinn Halo af miklum móð á sínum tíma.

Neistarnir þeyttust í gegnum raflínurnar þegar þau kynntust á haustmánuðum ársins 2007. Ástin blómstraði síðan þegar þau grönduðu stafrænum skúrkum í skotleiknum Halo 3.

Sambandið tók síðan stakkaskiptum þegar þau spjölluðu saman í gegnum Skype og Facebook — þau hafa nú verið heitbundinn hvort öðru í rúm tvö ár.

„Um leið og við töluðum saman í gegnum samskiptamiðlanna var ljóst að við vorum ætluð hvort öðru," skrifar stúlkan á myndbandavefsíðunni YouTube. Hún hefur ekki greint frá nafni sínu og er aðeins þekkt sem Candynow- en það notendanafn hennar.

Það var síðan fyrir nokkrum vikum þegar þau féllust loks í faðma. Og í takt við forsögu sambandsins náðist atvikið á myndband, sem síðar meir rataði á veraldarvefinn.

Parið er núna trúlofað. Brúðkaupsdagurinn hefur þó ekki verið ákveðinn.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli en það er hægt að nálgast hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×