Lífið

Sumarjazz Jómfrúrinnar er stórmerkilegt menningarfyrirbæri

BBI skrifar
Jakob Jakobsson, fyrsta karlkyns smurbrauðsjómfrú landsins.
Jakob Jakobsson, fyrsta karlkyns smurbrauðsjómfrú landsins. Mynd/Stefán Karlsson
Síðustu tónleikar Sumarjazzins á Jómfrúnni voru í gær. Framhaldstónleikaröð verður frá og með næstu helgi út september á Munnhörpunni, veitingastaðnum í Hörpunni.

Sumartónleikar Jómfrúrinnar eru „stórmerkilegt menningarfyrirbæri hér í borginni," að sögn Sigurðar Flosasonar, saxófónleikara, sem er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Tónleikaröðin hóf göngu sína sumarið 1996 og á hverju ári hafa verið tónleikar á laugardögum á torginu aftan við smurbrauðsstaðinn Jómfrúna á Lækjargötu. Sumarjazzinn er því orðinn 17 ára.

„Það hefur alltaf verið mjög vönduð dagskrá. Við höfum eiginlega litið á þetta sem sumardjasshátíð," segir Jakob Jakobsson, smurbrauðsjómfrú, sem rekur Jómfrúna. Frá upphafi hafa aðeins aðilar úr framvarðasveit íslenskrar djasstónlistar fengið að spila á torginu.

Jakobi þykir vænt um tónleikaröðina og telur hana dæmi um hve dýrmætt er að fólk sýni frumkvæði og geri eitthvað sjálfstætt. „Það þarf ekkert boð úr einhverri æðri stjórnstöð til að halda menningarviðburð," segir hann.

Jakbo segir að tónlistarstefnan djass tengist Danmörku, sem hafi áður verið nokkurs konar mekka djasstónlistar í Evrópu. „Og svo var þetta torg fyrir aftan veitingastaðinn og hrópaði á að við gerðum eitthvað við það," segir hann. Þannig kviknaði hugmyndin að tónleikaröðinni. Hann segir að alla tíð hafi verið mikil ásókn á tónleikana sem alltaf fara fram undir berum himni.

Jakob tekur fram hve heppinn hann er að búa að aðstoð Sigurðar Flosasonar sem hefur séð um að móta dagskrá tónleikaraðarinnar og mun einnig sjá um dagskrána á Munnhörpunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.