Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:10 Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira