Umfangsmikið vandamál 14. febrúar 2012 17:00 "Með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir,“ segir Kristín. Fréttablaðið/Valli Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur. Slysa- og ofbeldisdauði-Áhrifaþættir og þjóðhagslegar afleiðingar heitir meistaraverkefni hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur sem hún varði í byrjun mánaðarins. Um er að ræða lýðheilsugrundaða aftursýna hóprannsókn og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem veitir heildarsýn á umfang og áhrifaþætti dauðsfalla af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin byggir á tölum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og nær yfir tólf ára tímabil eða frá árinu 1996 til 2007. „Hún tekur til allra banaslysa, morða og sjálfsvíga hjá Íslendingum á aldrinum 0 til 101 árs en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nær ofbeldisdauði bæði yfir morð og sjálfsvíg," segir Kristín. Helstu niðurstöður eru þær að slysa og ofbeldisdauði á Íslandi hefur aukist. Eins liggur fyrir að hann er mun algengari hjá körlum en konum sem kemur heim og saman við niðurstöður utan úr heimi. „Munurinn er mikill, en helmingi fleiri karlar dóu af völdum slysa og ofbeldis á tímabilinu en konur og þrisvar sinnum fleiri af völdum sjálfsvíga og morða. Hins vegar kom fram aukning hjá konum sem og í aldurshópnum 67 ára og eldri og er munurinn marktækur þegar búið er að leiðrétta fyrir mannfjöldaaukningu," segir Kristín. „Það sem kemur einnig á óvart er að enginn munur var á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis." Áætlað er að um fimm milljónir manna deyi af völdum slysa og ofbeldis á heimsvísu á hverju ári og þar af 1,6 milljónir vegna ofbeldisverka. Slysa- og ofbeldisdauði er á meðal helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15 til 44 ára og þriðja algengasta dánarorsök í heimi á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á Íslandi létust 1.032 af völdum slysa og ofbeldisverka á því tímabili sem rannsóknin náði til eða að meðaltali 86 á ári. Meðalaldur þeirra sem létust af þessum orsökum var 53 ár. „Þetta er því umfangsmikið vandamál," segir Kristín. En hvað varð til þess þú ákvaðst að fara út í að skoða þessi mál? „Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í bráðum ellefu ár. Það sem sló mig í fyrstu voru dauðaslysin og önnur ótímabær dauðsföll. Þegar ég hóf meistaranám í lýðheilsuvísindum ákvað ég að gera þessu skil en með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir. Það er til mikils að vinna enda eru þetta í öllum tilfellum ótímabær dauðföll sem valda ómældu tilfinningatjóni en einnig þjóðhagslegu tjóni þar sem þessir einstaklingar skila ekki tekjum til þjóðarbúsins." En kemur þú til með að vinna með niðurstöðurnar frekar? „Já, það er draumurinn. Allar þær rannsóknir sem ég hef skoðað í kringum þessi mál sýna mikinn breytileika á milli heimssvæða. Þar hafa efnahagsaðstæður og menningarmunur mikið að segja. Þá eykst dánartíðnin umtalsvert ef lönd lenda í efnahagskreppu. Ég lauk minni rannsókn í lok árs 2007 en árið eftir varð efnahagshrun hér á landi. Mér þætti áhugavert að skoða hvort hrunið hafi haft sömu áhrif hér og þekkist erlendis." vera@frettabladid.is Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur. Slysa- og ofbeldisdauði-Áhrifaþættir og þjóðhagslegar afleiðingar heitir meistaraverkefni hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur sem hún varði í byrjun mánaðarins. Um er að ræða lýðheilsugrundaða aftursýna hóprannsókn og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem veitir heildarsýn á umfang og áhrifaþætti dauðsfalla af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin byggir á tölum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og nær yfir tólf ára tímabil eða frá árinu 1996 til 2007. „Hún tekur til allra banaslysa, morða og sjálfsvíga hjá Íslendingum á aldrinum 0 til 101 árs en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nær ofbeldisdauði bæði yfir morð og sjálfsvíg," segir Kristín. Helstu niðurstöður eru þær að slysa og ofbeldisdauði á Íslandi hefur aukist. Eins liggur fyrir að hann er mun algengari hjá körlum en konum sem kemur heim og saman við niðurstöður utan úr heimi. „Munurinn er mikill, en helmingi fleiri karlar dóu af völdum slysa og ofbeldis á tímabilinu en konur og þrisvar sinnum fleiri af völdum sjálfsvíga og morða. Hins vegar kom fram aukning hjá konum sem og í aldurshópnum 67 ára og eldri og er munurinn marktækur þegar búið er að leiðrétta fyrir mannfjöldaaukningu," segir Kristín. „Það sem kemur einnig á óvart er að enginn munur var á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis." Áætlað er að um fimm milljónir manna deyi af völdum slysa og ofbeldis á heimsvísu á hverju ári og þar af 1,6 milljónir vegna ofbeldisverka. Slysa- og ofbeldisdauði er á meðal helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15 til 44 ára og þriðja algengasta dánarorsök í heimi á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á Íslandi létust 1.032 af völdum slysa og ofbeldisverka á því tímabili sem rannsóknin náði til eða að meðaltali 86 á ári. Meðalaldur þeirra sem létust af þessum orsökum var 53 ár. „Þetta er því umfangsmikið vandamál," segir Kristín. En hvað varð til þess þú ákvaðst að fara út í að skoða þessi mál? „Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í bráðum ellefu ár. Það sem sló mig í fyrstu voru dauðaslysin og önnur ótímabær dauðsföll. Þegar ég hóf meistaranám í lýðheilsuvísindum ákvað ég að gera þessu skil en með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir. Það er til mikils að vinna enda eru þetta í öllum tilfellum ótímabær dauðföll sem valda ómældu tilfinningatjóni en einnig þjóðhagslegu tjóni þar sem þessir einstaklingar skila ekki tekjum til þjóðarbúsins." En kemur þú til með að vinna með niðurstöðurnar frekar? „Já, það er draumurinn. Allar þær rannsóknir sem ég hef skoðað í kringum þessi mál sýna mikinn breytileika á milli heimssvæða. Þar hafa efnahagsaðstæður og menningarmunur mikið að segja. Þá eykst dánartíðnin umtalsvert ef lönd lenda í efnahagskreppu. Ég lauk minni rannsókn í lok árs 2007 en árið eftir varð efnahagshrun hér á landi. Mér þætti áhugavert að skoða hvort hrunið hafi haft sömu áhrif hér og þekkist erlendis." vera@frettabladid.is
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira