Sömu skólarnir ítrekað í efstu sætunum 18. maí 2012 08:00 Ólafur Þ. Harðarson Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda við skólann skiptast eftir því úr hvaða framhaldsskóla nemendurnir koma. Munurinn á skólunum er ekki afgerandi en sumir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Sömu framhaldsskólarnir eru ofarlega þegar skólunum er raðað eftir meðaleinkunn nemenda úr hverjum skóla þegar þeir eru komnir í Háskóla Íslands (HÍ). Þetta sýna niðurstöður úttektar sem gerð var á vegum háskólans. Nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri eru í einu af fimm efstu sætunum á öllum fimm sviðum háskólans. Nemendur frá Menntaskólanum í Reykjavík eru í einu af fimm efstu sætunum í fjórum af fimm sviðum.Smellið á myndina til að sjá hana stærri.„Þessar niðurstöður eru til þess fallnar að slá á fordóma og stuðla að upplýstri umræðu," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Hann segir vissulega mun á nemendum eftir því úr hvaða skólum þeir komi, en leggur áherslu á að munurinn sé tiltölulega lítill. Hann segir þá skóla sem gjarnan hafi verið taldir skila góðum nemendum koma vel út, en aðrir skólar skili einnig góðum nemendum. Þá verði að líta til þess að skólarnir fái misgóða nemendur úr grunnskólunum, og vel hugsanlegt að það hafi töluverð áhrif. Ólafur varar við því að horfa of mikið á röð skólanna, enda sé oft mjög lítill munur á milli skóla. Munurinn verði ýktur þegar skólunum er raðað eftir einkunnum nemenda. Róbert H. Haraldsson, formaður kennslumálanefndar HÍ, leggur áherslu á að almennt sé ekki mjög mikill munur á einkunn nemenda við HÍ eftir því úr hvaða framhaldsskólum nemendur komi. „Samanburður á skólunum sýnir að það koma góðir nemendur úr öllum framhaldsskólum," segir Róbert. Tölurnar ná aftur til ársins 2008, en tölur fyrir þann tíma eru ekki samanburðarhæfar vegna skipulagsbreytinga hjá HÍ. „Það er samt augljóslega umtalsverður munur í nokkrum tilvikum, þó ekki sé auðvelt að segja af hverju sá munur stafar," segir Róbert. Þannig sé ekki hægt að fullyrða að kennsla sé betri í þeim skólum þar sem nemendur fái betri einkunnir í HÍ. Framhaldsskólarnir setji mismunandi kröfur um árangur á prófum í grunnskóla og fái þannig mismunandi nemendur inn í skólana. Þá bendir Róbert á að ekki sé tekið tillit til námshraða í úttektinni og það skipti líka máli að mishátt hlutfall útskrifaðra nema framhaldsskólanna hefji nám við HÍ. Flestir stúdentar úr rótgrónu framhaldsskólunum fari í HÍ en hjá sumum öðrum skólum sé þetta hlutfall töluvert lægra.Róbert H. HaraldssonRóbert segir skólameistara framhaldsskólanna geta nýtt niðurstöðurnar með því að lesa þær samhliða öðrum upplýsingum sem þeir hafa. Þannig geti þeir reynt að átta sig á mögulegum veikleikum á kennslu í sínum skólum og eins hvar þeir standi vel að vígi. Háskólinn leggi mikla áherslu á að hafa gott samstarf við alla framhaldsskólana. Það sjónarmið hefur komið fram að stúdentspróf framhaldsskólanna séu orðin svo mismunandi á milli skóla að þau séu ekki marktækur mælikvarði við inntöku nýnema í háskóla. Þessi rök voru sett fram í umræðunni um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands. Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild HÍ, sagði í viðtali við Fréttablaðið í september síðastliðnum að markmiðið væri að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin gerði til þeirra. Inntur eftir því hvort niðurstaða könnunarinnar gangi þvert á þau rök að stúdentsprófið væri ekki marktækur mælikvarði segir Daði að það sé ekki hans skilningur, en tekur fram að hann hafi ekki lagst yfir niðurstöðurnar. „En spjall mitt við kollega mína, sem hafa túlkað þessi gögn af nákvæmni, bendir til að gróf niðurstaða sé sú að það séu hæfileikar nemandans en ekki menntaskólinn sem ráði því hvernig nemendum gengur í háskólanámi." Inntökupróf þjónar því tilætluðum tilgangi um að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í námið. Nemandinn er, að mati Daða, áfram í forgrunni í slíku prófi en ekki það við hvaða skóla hann lagði stund á nám fram til þess tíma að inntökupróf var þreytt. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda við skólann skiptast eftir því úr hvaða framhaldsskóla nemendurnir koma. Munurinn á skólunum er ekki afgerandi en sumir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Sömu framhaldsskólarnir eru ofarlega þegar skólunum er raðað eftir meðaleinkunn nemenda úr hverjum skóla þegar þeir eru komnir í Háskóla Íslands (HÍ). Þetta sýna niðurstöður úttektar sem gerð var á vegum háskólans. Nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri eru í einu af fimm efstu sætunum á öllum fimm sviðum háskólans. Nemendur frá Menntaskólanum í Reykjavík eru í einu af fimm efstu sætunum í fjórum af fimm sviðum.Smellið á myndina til að sjá hana stærri.„Þessar niðurstöður eru til þess fallnar að slá á fordóma og stuðla að upplýstri umræðu," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Hann segir vissulega mun á nemendum eftir því úr hvaða skólum þeir komi, en leggur áherslu á að munurinn sé tiltölulega lítill. Hann segir þá skóla sem gjarnan hafi verið taldir skila góðum nemendum koma vel út, en aðrir skólar skili einnig góðum nemendum. Þá verði að líta til þess að skólarnir fái misgóða nemendur úr grunnskólunum, og vel hugsanlegt að það hafi töluverð áhrif. Ólafur varar við því að horfa of mikið á röð skólanna, enda sé oft mjög lítill munur á milli skóla. Munurinn verði ýktur þegar skólunum er raðað eftir einkunnum nemenda. Róbert H. Haraldsson, formaður kennslumálanefndar HÍ, leggur áherslu á að almennt sé ekki mjög mikill munur á einkunn nemenda við HÍ eftir því úr hvaða framhaldsskólum nemendur komi. „Samanburður á skólunum sýnir að það koma góðir nemendur úr öllum framhaldsskólum," segir Róbert. Tölurnar ná aftur til ársins 2008, en tölur fyrir þann tíma eru ekki samanburðarhæfar vegna skipulagsbreytinga hjá HÍ. „Það er samt augljóslega umtalsverður munur í nokkrum tilvikum, þó ekki sé auðvelt að segja af hverju sá munur stafar," segir Róbert. Þannig sé ekki hægt að fullyrða að kennsla sé betri í þeim skólum þar sem nemendur fái betri einkunnir í HÍ. Framhaldsskólarnir setji mismunandi kröfur um árangur á prófum í grunnskóla og fái þannig mismunandi nemendur inn í skólana. Þá bendir Róbert á að ekki sé tekið tillit til námshraða í úttektinni og það skipti líka máli að mishátt hlutfall útskrifaðra nema framhaldsskólanna hefji nám við HÍ. Flestir stúdentar úr rótgrónu framhaldsskólunum fari í HÍ en hjá sumum öðrum skólum sé þetta hlutfall töluvert lægra.Róbert H. HaraldssonRóbert segir skólameistara framhaldsskólanna geta nýtt niðurstöðurnar með því að lesa þær samhliða öðrum upplýsingum sem þeir hafa. Þannig geti þeir reynt að átta sig á mögulegum veikleikum á kennslu í sínum skólum og eins hvar þeir standi vel að vígi. Háskólinn leggi mikla áherslu á að hafa gott samstarf við alla framhaldsskólana. Það sjónarmið hefur komið fram að stúdentspróf framhaldsskólanna séu orðin svo mismunandi á milli skóla að þau séu ekki marktækur mælikvarði við inntöku nýnema í háskóla. Þessi rök voru sett fram í umræðunni um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands. Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild HÍ, sagði í viðtali við Fréttablaðið í september síðastliðnum að markmiðið væri að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin gerði til þeirra. Inntur eftir því hvort niðurstaða könnunarinnar gangi þvert á þau rök að stúdentsprófið væri ekki marktækur mælikvarði segir Daði að það sé ekki hans skilningur, en tekur fram að hann hafi ekki lagst yfir niðurstöðurnar. „En spjall mitt við kollega mína, sem hafa túlkað þessi gögn af nákvæmni, bendir til að gróf niðurstaða sé sú að það séu hæfileikar nemandans en ekki menntaskólinn sem ráði því hvernig nemendum gengur í háskólanámi." Inntökupróf þjónar því tilætluðum tilgangi um að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í námið. Nemandinn er, að mati Daða, áfram í forgrunni í slíku prófi en ekki það við hvaða skóla hann lagði stund á nám fram til þess tíma að inntökupróf var þreytt.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira