Erlent

Stal Apple klukkunni?

BBI skrifar
Klukkurnar tvær.
Klukkurnar tvær. Mynd af vef geeky-gadgets.
Apple sendi nýverið frá sér stýrikerfið iOS 6 sem nýi iPhone-inn keyrir á. Þar var fjölda nýjunga að finna, m.a. glænýtt útlit fyrir klukkuna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að útlitið er ekki jafnglænýtt og fyrst var talið.

Ríkisjárnbrautakerfið í Sviss hefur stigið fram og lýst því yfir að það eigi hönnunina og Apple hafi ekki beðið um leyfi til að nota hana. Útlitið var hannað árið 1944 af starfsmanni fyrirtækisins, Hans Hilfiker.

Fyrirtækið á nú í viðræðum við Apple vegna málsins og veltir fyrir sér að höfða mál vegna klukkunnar. Þetta kemur fram á vefnum geeky-gadgets.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×