Innlent

Telja óvíst um vatnsstöðu vegna leigutanks

Perlan Borgin leigir einn af sex hitaveitutönkum í Öskjuhlíð samfara kaupum á Perlunni.Fréttablaðið/Vilhelm
Perlan Borgin leigir einn af sex hitaveitutönkum í Öskjuhlíð samfara kaupum á Perlunni.Fréttablaðið/Vilhelm
Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur eru andvígir því að borgin taki á leigu einn hitaveitutanka Orkuveitunnar í Öskjuhlið samfara kaupum borgarinnar á Perlunni.

Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er vísað til þess að mikilvæg gögn, sem lögð hafi verið fyrir stjórnarfund Orkuveitunnar fyrir viku og varði afhendingaröryggi hitaveitunnar í vesturhluta borgarinnar, hafi hvorki verið kynnt í borgarráði né borgarstjórn. Fresta ætti ákvörðun um viðskiptin.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði að vanda þyrfti undirbúning til að tryggja hagsmuni borgarbúa og afhendingaröryggi heits vatns á næstu tíu árum. „Það sætir furðu að borgarfulltrúar meirihlutans taki svo illa ígrundaða ákvörðun sem vekur upp spurningar um það hvort rannsóknarskyldu upplýsingalaga sé fullnægt,“ bókaði Sóley.

Borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar svöruðu að endanlegir samningar yrði lagðir fram í borgarráði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að stjórnarmönnum í OR hafi á fundi fyrir viku verið sýnt í trúnaði minnisblað með upplýsingum um að með tilliti til afhendingaröryggis heits vatns væri óábyrgt að fyrirtækið leigði út tankinn. Minnisblað forstjóra OR frá 18. desember fæli í sér aðra niðurstöðu. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×