Harmleikur í Grundafirði: Eldsupptök óljós Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2012 20:00 Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag. Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu. Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni. „Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári. Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni. „Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við. Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn. „Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur. Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag. Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu. Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni. „Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári. Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni. „Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við. Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn. „Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur. Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira