Harmleikur í Grundafirði: Eldsupptök óljós Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2012 20:00 Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag. Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu. Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni. „Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári. Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni. „Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við. Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn. „Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur. Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag. Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu. Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni. „Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári. Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni. „Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við. Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn. „Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur. Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira