Innlent

Þekktum ofbeldismönnum sleppt úr haldi

Tveimur þekktum ofbeldismönnum sem grunaðir eru um tvær líkamsárásir síðast liðna nótt - aðra í Hafnarfirði en hina í miðbæ Reykjavíkur - var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur hjá lögreglu í dag.

Fyrst réðust mennirnir á mann utanhúss neðarlega á Laugavegi rétt eftir miðnætti og veittu honum mikla áverka á höfði.

Eftir að hann féll í götuna létu þeir spörkin dynja á honum þar sem hann lá og komust undan áður en lögregla kom á vettvang.

Þolandinn þekkti til þeirra og þegar lögreglumenn handtóku tvo menn, sem höfðu gengið í skrokk á öðrum manni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðar um nóttina, reyndust ofbeldismennirnir vera sömu árásarmennirnir og komu við sögu á Laugaveginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×