Innlent

Umræðu um rammaáætlunina lýkur í dag

Umræðu um rammaáætlunina svonefndu, sem snýst um vernd og nýtingu orkusvæða, lýkur á Alþingi í dag, eftir að hafa staðið í nokkra daga og svo verða greidd atkvæði um hana þegar þing kemur saman eftir jólahlé 14. janúar.

Formenn stjórnmálaflokkanna og forseti Alþingis gerðu samkomulag um þetta á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs verður svo í dag og svo um önnur mál, tengd frumvarpinu.

Gangi allt eftir er stefnt að því að ljúka þigstörfum fyrir jólaleyfi þann 22. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×