Erlent

Assange veitt hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, hefur verið veitt hæli í Ekvador. Þetta tilkynnti Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvador fyrir stuttu.

Pinto sagði yfirvöld í Ekvador óttast að brotið hefði verið á mannréttindum Assange. Þá sé það viðtekin hefð í Ekvador að aðstoða þá sem ekki geta ekki geta varið sig.

Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að Assange verði framseldur, þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda í Ekvador.

Assange hefur haldið í sendiráði Ekvador í Lundúnum frá því í júní en það gerði hann til að forðast framsal til Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×