Erlent

Skipstjóri Titanic hafði fallið á skipstjórnarprófi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.
Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.
Edward John Smith, skipstjórinn á Titanic, féll á fyrsta skipstjórnarprófinu sem hann tók, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í dag og Daily Telegraph greinir frá. Hann reyndi síðan aftur við prófið og hlaut meistarapróf í febrúar 1888. Sem kunnugt er sökk Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912 eftir að skipið rakst á ísjaka.

Þrátt fyrir erfiðleika í upphafi siglingaferils síns varð Smith þekktur sjómaður og kallaður „milljónaskipstjórinn“ því hann þótti svo áreiðanlegur skipstjóri að ríka fólkið vildi einungis sigla með honum. Hann hafði líkað stjórnað herskipum áður en slysið á Titanic varð. Smith drukknaði þegar Titanic sökk og lík hans fannst aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×