Sprengjumaðurinn sleppur við ákæru 25. október 2012 08:00 Mikill viðbúnaður Vélmenni var stýrt á vettvang og sérsveitarmaður í hlífðargalla fylgdi í kjölfarið.Fréttablaðið/stefán Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál Snævars Valentínusar Vagnssonar, 72 ára manns sem kom fyrir lítilli sprengju á Hverfisgötu í janúar síðastliðnum. Ákvörðunin var tekin 12. september. „Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði," segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Það var ekki hægt að sýna fram á ásetning til að valda tjóni. Það er staðreynd að þessi svokallaða sprengja sprakk við hliðina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum. Þetta var gas í brúsa sem var af hans hálfu aðallega ætlað til að vekja athygli á skeyti sem hann kom fyrir í hólki sem fylgdi. Það hefði verið svipað ef einhver hefði kveikt í skoteldi þarna – og í raun hefði það verið hættulegra." Málið hófst þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut á gangstéttinni fyrir utan skrifstofur Ríkissaksóknara og fleiri stofnana snemma morguns 31. janúar. Viðbúnaður lögreglu vegna málsins var gríðarlegur. Neðsti hluti Hverfisgötunnar var girtur af klukkustundum saman og tugir lögreglumanna, meðal annars frá sérsveitinni, kallaðir út ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Fjarstýrt sprengjuleitarvélmenni var sent að hlutnum og látið skjóta lítilli sprengihleðslu í hann. Í kjölfarið fór lögreglumaður íklæddur miklum hlífðarbúningi að sprengjustaðnum til að gaumgæfa hvort allt væri í lagi. „Viðbrögð lögreglu voru auðvitað eðlileg því að það vissi enginn hvað þetta var," segir Helgi Magnús. Næstu daga var lýst eftir feitlögnum, lágvöxnum manni sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum forða sér af vettvangi og stökkva upp í lítinn sendiferðabíl. Tíu dögum eftir sprenginguna var Snævar Valentínus handtekinn. Hann viðurkenndi síðar, í viðtali við DV, að hafa upphaflega ætlað með sprengjuna heim til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Spurður hvort ekki sé refsivert að vekja ótta meðal almennings segist Helgi Magnús ekki álíta að svo sé – að minnsta kosti ekki í þessu tilfelli. „Hins vegar má auðvitað velta fyrir sér hvort það væri æskilegt að löggjafinn tæki á því þegar svona atvik kosta mikinn viðbúnað." stigur@frettabladid.is Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál Snævars Valentínusar Vagnssonar, 72 ára manns sem kom fyrir lítilli sprengju á Hverfisgötu í janúar síðastliðnum. Ákvörðunin var tekin 12. september. „Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði," segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Það var ekki hægt að sýna fram á ásetning til að valda tjóni. Það er staðreynd að þessi svokallaða sprengja sprakk við hliðina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum. Þetta var gas í brúsa sem var af hans hálfu aðallega ætlað til að vekja athygli á skeyti sem hann kom fyrir í hólki sem fylgdi. Það hefði verið svipað ef einhver hefði kveikt í skoteldi þarna – og í raun hefði það verið hættulegra." Málið hófst þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut á gangstéttinni fyrir utan skrifstofur Ríkissaksóknara og fleiri stofnana snemma morguns 31. janúar. Viðbúnaður lögreglu vegna málsins var gríðarlegur. Neðsti hluti Hverfisgötunnar var girtur af klukkustundum saman og tugir lögreglumanna, meðal annars frá sérsveitinni, kallaðir út ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Fjarstýrt sprengjuleitarvélmenni var sent að hlutnum og látið skjóta lítilli sprengihleðslu í hann. Í kjölfarið fór lögreglumaður íklæddur miklum hlífðarbúningi að sprengjustaðnum til að gaumgæfa hvort allt væri í lagi. „Viðbrögð lögreglu voru auðvitað eðlileg því að það vissi enginn hvað þetta var," segir Helgi Magnús. Næstu daga var lýst eftir feitlögnum, lágvöxnum manni sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum forða sér af vettvangi og stökkva upp í lítinn sendiferðabíl. Tíu dögum eftir sprenginguna var Snævar Valentínus handtekinn. Hann viðurkenndi síðar, í viðtali við DV, að hafa upphaflega ætlað með sprengjuna heim til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Spurður hvort ekki sé refsivert að vekja ótta meðal almennings segist Helgi Magnús ekki álíta að svo sé – að minnsta kosti ekki í þessu tilfelli. „Hins vegar má auðvitað velta fyrir sér hvort það væri æskilegt að löggjafinn tæki á því þegar svona atvik kosta mikinn viðbúnað." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira