Innlent

Stór jarðskjálfti norður af Siglufirði í nótt

Jarðskjálfti upp á 3,5 stig varð laust fyrir klukkan fjögur í nótt norðaustur af Siglufirði og annar upp á 3 stig varð norðaustur af Gjögurtá á ellefta tímanum í gærkvöldi, auk fjölda vægari skjálfta á báðum svæðunum.

Það eru því engin merki um að farið sé að draga úr skjálftavirkninni og í gærkvöldi ákvað ríkislögreglustjóri, í samráði við við vísindamenn, og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, að lýsa yfir svonefndu óvissustigi. Það á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, eða öryggi byggðar, sé ógnað.

Hrinan, sem nú er í gangi, er sú öflugasta sem mælst hefur á þessum slóðum á 20 ára tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×