Innlent

Mikil ánægja með sumargöturnar

BBI skrifar
Þetta grænlita hjól lokaði neðri hluta Laugavegarins í sumar.
Þetta grænlita hjól lokaði neðri hluta Laugavegarins í sumar. Mynd/Valli
Bæði verslunareigendur og almennir vegfarendur eru upp til hópa ánægðir með hinar svonefndu sumargötur samkvæmt viðhorfskönnun sem Reykjavíkurborg segir frá á vefsvæði sínu. Eftir lokunina í sumar mældust 94% almennra vegfarenda ánægðir með fyrirkomulagið en 75,6% verslunareigenda voru jákvæðir.

Hluta af Skólavörðustíg og Laugavegi var lokað fyrir bílaumferð í sumar. Göturnar voru því göngugötur en um það skipulag virtust skoðanir mjög skiptar. Ýmsir verslunareigendur vildu meina að lokunin drægi mjög úr viðskiptum þeirra og gerði svæðið ósamkeppnishæft við verslunarmiðstöðvar eins og Kringluna og Smáralind. Könnunin sem Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, gerði virðist hins vegar benda til þess að fleiri verslunareigendur kunni að meta fyrirkomulagið en ekki.

Þá eru almennir borgarar einnig í langflestum tilvikum ánægðir með lokunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×