WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Kristinn Hrafnsson skrifar 21. júní 2012 06:00 Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar