

Afnám verðtryggingar lykill að endurreisn?
Þegar ég lærði af verðtryggingunni fyrst var mér sagt að hún væri fyrst og fremst til að tryggja sparifjáreigendur og ellilífeyrisþega fyrir áhrifum óðaverðbólgu. Ef nánar er að gáð sést að hún er beinlínis tilvistarforsenda hins íslenska lífeyriskerfis. Kerfis sem byggir á sjóðssöfnun í stað gegnumstreymis. Lífeyrissjóðakerfi líkt og á Íslandi fyrirfinnst hvergi annars staðar í heiminum.
Verðtryggingin ákvarðast af innlendri neysluvísitölu. Hún á á engan hátt að vera íþyngjandi vegna þess að það er meint þensla, eða kaupmáttaraukning almennings, sem bætir fyrir hækkaða greiðslubyrði og höfuðstól.
Neysluvísitala á að endurspegla þenslu, en er þar að auki tengd breytingum á gengisvísitölu í gegnum breytingu á verði innfluttra vara. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þetta gerir það að verkum að verðtryggingin verndar ekki einungis fjármagnseigendur gegn þenslu heldur líka gengisfalli. Hreint gengisfall leiðir undantekningarlaust til kaupmáttarrýrnunar.
Hrein eignatilfærsla
Vegna verðtryggingar þarf skuldarinn að taka á sig hækkun höfuðstóls vegna gengisfallsins. Kaupmáttarrýrnun skuldarans er því tvöföld. Svo virðist sem hrein eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldara til fjármagnseiganda. Er þetta sanngjarnt fyrirkomulag?
Nú þegar fjármagnseigendur eru svona kyrfilega varðir gegn verðbólgu dregur jafnframt úr hvata þeirra til að halda aftur af henni.
Einnig bregst Seðlabankinn ávallt vasklega við og hækkar stýrivexti þegar verðbólgan gerir vart við sig. Þá hækka vextir á óverðtryggðum innistæðum einnig sem skuldarar með óverðtryggðar skuldir sitja uppi með með hærri greiðslubyrði. Allt hvetur þetta til aukinnar verðbólgu þar sem hækkanir á greiðslubyrði og höfuðstól kalla á meira peningamagn.
Núverandi fyrirkomulag setur hóp skuldara í mjög óheppilega stöðu. Þeir sem eru með verðtryggt vilja fá stýrivexti í hæstu hæðir þar sem það kann að stemma stigu við verðbólgu samkvæmt alvitrum Seðlabanka. Skuldurum með óverðtryggðar skuldir er hins vegar slétt sama um verðbólguna en vilja stýrivexti sem allra lægsta. Þarna er komin gjá í raðir fólks sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vinna saman. Þetta er ekki samfélaginu til góða.
Ósjálfbærar skuldir
Í dag heyrist mikið talað um ósjálfbærar skuldir. Það virðist eiga við um ríki, fyrirtæki og einstaklinga á Íslandi í dag. Þetta er líklegast helsta vandamál fjármálakerfisins í heiminum í dag. Það er ekki að ástæðulausu að vextir stöndugustu ríkja eru nánast neikvæðir. Ef verðtrygging væri afnumin á Íslandi myndi raunvirði allra skulda í krónum minnka við verðbólgu. Laun myndu hins vegar halda kaupmætti sínum. Þetta gerði það að verkum að skuldir færðust nær því að vera sjálfbærar.
Niðurstaða mín er því sú að með því að afnema verðtryggingu væri ekki einungis verið að leiðrétta mikið ranglæti gagnvart skuldurum, heldur myndi greiðslugeta skuldara aukast umtalsvert og stórt skref væri stigið í átt til stöðugleika. Forsenda þeirra breytinga væri sú að lífeyrissjóðunum væri breytt í gegnumstreymissjóði eins og finnast annars staðar í heiminum.
Afnám verðtryggingar, breyting lífeyrissjóða og aukin verðbólga. Galin hugmynd? Kannski. En þó varla meira galin en vandinn sem steðjar að okkur.
Skoðun

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar