Enski boltinn

Lindegaard fékk nýjan fjögurra ára samning hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anders Lindegaard og David De Gea.
Anders Lindegaard og David De Gea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er búin að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Manchester United en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Lindegaard var í baráttu um byrjunarliðssæti við Spánverjann David De Gea á síðasta tímabili eða þar til að hann meiddist á hné í febrúar. Hann hefur síðan spilað alla leiki liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem að De Gea var upptekinn með Ólympíuliði Spánverja.

„Ég er mjög ánægður með nýja samninginn. Ég stoltur af því að stjórinn sýnir mér þetta traust og ég vil hvergi annarsstaðar vera," sagði hinn 28 ára gamli Anders Lindegaard á heimasíðu Manchester United.

„Það er mikil samkeppni í liðinu eins og hún á að vera í svona klúbbi. Það gerir mann bara að betri leikmanni og liðið enn sterkara. Ég er aldrei stoltari en þegar ég klæðist búningi Manchester United," sagði Lindegaard sem er nú á samningi til 2016.

„Anders er enn tiltölulega ungur markvörður og hann er búinn að bæta sig mikið síðan að hann kom til okkar í fyrra. Ég er ánægður með að hann sé búinn að ganga frá nýjum samningi en eins með það að hann kom í flottu formi til baka eftir sumarfríið," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×