Innlent

Tveir á slysadeild eftir líkamsárás í nótt

Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn í Lækjargötu í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt, eftir að hann hafði barið tvo karlmenn í höfuðið með flösku.

Þeir skárust báðir á höfði og blæddi úr þeim, þannig að þeir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem gert var að sárum þeirra, en árásarmaðurinn gistir fangaklefa og bíður yfirheyrslu í dag.

Fyrr í nótt, eða um eitt leitið, var ráðist á mann neðarlega á Laugavegi, sem líka var fluttur á slysadeild, en engar upplýsingar eru um það í skeyti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um atburði næturinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×