Innlent

Varað við ferðalögum í fjalllendi

Veðurstofa Íslands varar ferðafólk við ferðalögum í fjallendi og hvetur það til að sýna ýtrustu varúð.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að snjór sé víðast til fjalla og víða hátti þannig til að laus snjór sé ofan á eldri snjó. Þrátt fyrir fáar fréttir af snjóflóðum undanfarið gæti snjór hafa safnast saman í brekkum og giljum og geti hann verið óstöðugur þótt snjóþekjan virðist vera góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×