Innlent

Grjóthrun undir Eyjafjöllum - Tveir bílar keyrðu á stóra steina

Grjóthrun varð undir Eyjafjöllum í morgun en nokkrir stórir steinar ultu út á þjóðveginn með þeim afleiðingum að tveir bílar óku á þá. Engin slys urðu á fólki. Atvikið átti sér stað austan við Holtsós, nánar tiltekið á milli Steina og Holtsós. Að sögn Vegagerðarinnar hrynur úr fjallinu á hverju ári. Verið er að vinna að því að fjarlægja steinana af veginum. Hlíðin sem steinarnir ultu úr heitir Steinahlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×