Innlent

Fá aðstoð við rannsókn á eldsvoða

Lögreglumenn á vettvangi í morgun
Lögreglumenn á vettvangi í morgun Mynd/FÞH
Rannsókn lögreglu á bruna í Grundarfirði í nótt er enn í gangi en lögreglan í bænum fær aðstoð frá lögregluembættunum á Akranesi og í Reykjavík.

Ólafur Ólafsson, sýslumaður í Grundarfirði, segir að lögreglan á Akranesi sjái um rannsóknina á brunanum sjálfum og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sjái um alla tæknivinnu. Lögreglumennirnir eru enn á vettvangi og verða fram eftir degi, að minnsta kosti.

Rúmlega fertugur karlmaður beið bana í eldsvoðanum þegar kviknaði í þrílyftu íbúðarhúsi í austurhluta bæjarins í nótt. Reykkafarar fundu manninn í íbúðinni og báru hann út, en eftir árangurslausar lífgunartilraunir úrskurðaði læknir hann látinn.

Húsið er mikið skemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×