Harmleikur í Grundafirði: Eldsupptök óljós Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2012 20:00 Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag. Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu. Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni. „Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári. Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni. „Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við. Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn. „Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur. Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag. Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu. Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni. „Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári. Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni. „Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við. Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn. „Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur. Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira