Innlent

Gufuneskirkjugarður að fyllast - nýr kirkjugarður fyrir aftan Bauhaus

Bauhaus og heimsókn í kirkjugarðinn; hljómar eins og þokkalegur sunnudagur.
Bauhaus og heimsókn í kirkjugarðinn; hljómar eins og þokkalegur sunnudagur.
Útlit er fyrir að á næstu árum verði allir kistugrafreitir í höfuðborginni fullnýttir og verði ekki brugðist við nú þegar horfir til vandræða samkvæmt frétt Fréttatímans um málið sem birtist á morgun.

Þar er rætt við Þórsteins Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, sem segir að fyrir nokkrum árum hafi borgin úthlutað svæði í hlíðum Úlfarsfells undir nýjan kirkjugarð.

Jarðvegsefni í hann átti að koma úr hverfinu sunnan Úlfarsfells en að sögn Þórsteins hefur lítið verið byggt í hverfinu eftir hrun og áform um frekari byggingar voru sett á bið.

„Við höfum gríðarlega þörf fyrir nýjan kistukirkjugarð innan næstu átta ára en það tekur þann tíma að útbúa kirkjugarð. Svæðið þarf að drena, gróðursetja þarf tré og koma upp gatnakerfi," segir Þórsteinn í samtali við Fréttatímann. Svæðið er á hjalla í um 100 metra hæð fyrir ofan Bauhaus, utan gatnakerfis.

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma sendu því í október inn erindi til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir úthlutun svæðis í Geldinganesi þar sem hægt verði að ganga að úthlutuðu landi sem þarfnast minni undirbúnings en svæðið við Úlfarsfell, að sögn Þórsteins. Skipulagsráð hefur ekki svarað erindinu.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni á vef Fréttatímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×