Innlent

Íbúar fjölbýlishúss flúðu undan eldsvoða í nótt

Íbúar í fjölbýlishúsi við Maríubakka í Breiðholti forðuðu sér út klukkan hálf tvö í nótt þegar reykur fór að berast um stigaganginn.

Slökkviliðið var kvatt á vettvang og sendi reykkafara inn í kjallara hússins, þar sem eldur logaði í geymslu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en síðan þurfti að reykræsta.

Íbúum hússins er illa brugðið því fyrir nokkrum dögum var kveikt í ruslageymslu í húsinu með þeim afleiðingum að mikill reykur barst um stigaganginn og in í nokkrar íbúðir, og jafnframt var reynt að kveikja í dóti, sem var í hjólageymslunni. Brennuvargurinn er ófundinn

Slökkviliðið á Reyðafrirði var kallað út í gærkvöldi að skrifstofubyggingu álversins, þar sem vart hafði orðið við reyk. Hann reyndist eiga upptök í rafmagnstöflu og var strax slökktur. Engar truflanir urðu á starfsssemi álversins vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×