Innlent

Fjórir menn handteknir í Hafnarfirði í nótt

Lögregla handtók fjóra karlmenn um tvítugt, sem voru að leita að verðmætum í gámum í Hraunahverfi í Hafnarfirði í nótt.

Athugull vegfarandi gerði lögreglu viðvart um grunsamlegt athæfi mannanna, en þegar hún nálgaðist vettvang, tóku þeir til fótanna. En þeir voru ýmist hlaupnir uppi, eða fundust í runnum, sem þeir reyndu að fela sig í, og vistaðir í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×