Innlent

Hitamyndavélar gerðu viðvart um mannaferðir

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mynd/ GVA
Öryggisverður Eimskips komu í veg fyrir að hælisleitandi kæmist um borð í skip á leið til Bandaríkjanna. Hitamyndavélar við hafnarsvæðið gerðu viðvart um mannaferðir.

Það var rétt upp úr klukkan sex í morgun sem hitanæmar myndavélar Eimskips utan við athafnasvæðið sýndu að þar var maður á ferð. Innan við tíu mínútum síðar höfðu öryggisverðir handsamað hann. Þá var haft samband við lögreglu sem handtók manninn sem aldrei náði að komast inn á sjálft athafnasvæði. Hann ætlaði um borð í Reykjafoss sem siglir til Bandaríkjanna, en síðast þegar Reykjafoss lá við Sundahöfn reyndi þessi sami hælisleitandi að komast um borð.

Það sem af er þessu ári hefur Eimskip lagt fram sjö kærur til lögreglu vegna hælisleitenda sem brjótast inn á öryggissvæðið, og verður þetta mál það áttunda. Eimskip óskaði í haust eftir aðgerðum innanríkisráðuneytisins vegna þess fjölda hælisleitenda sem endurtekið reynir að komast af landi brott með skipum félagsins. Þá segja forsvarsmenn félagsins ekki loku fyrir það skotið að bandarísk yfirvöld fari að líta á hafnarsvæðið sem óöruggt og loki á siglingar héðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×