Innlent

Djúpið á níu mynda lista Óskarsverðlaunanna

Kvikmyndin Djúpið er á meðal níu erlendra kvikmynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaun í febrúar á næsta ári. Listinn yfir myndirnar var kynntur í dag en þann 10. janúar verða þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu opinberaðar.

Erfið samkeppni bíður Baltasars Kormáks, leikstjóra. Á meðal þeirra mynda sem eiga möguleika á hreppa verðlaunin er franska kvikmyndin The Intouchables, ein vinsælasta mynd ársins, og austurríska myndin Amour eftir Michael Haneke.

Kvikmyndir frá rúmlega 70 löndum bárust Óskarsverðlaunanefndinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×