Innlent

Skíðamenn á Ísafirði skemmta sér fyrir jólin

Jólaskemmtun verður í boði Skíðasvæðisins á Ísafirði og Skíðafélags Ísfirðinga í Tungudal á morgun. Ókeypis er á skíði þennan dag og í boði verður jólatónlist og veitingar. Jafnvel er búist við því að jólasveinarnir láti sjá sig af þessu tilefni.

Svigskíðasvæðið í Tungudal hefur verið opið frá 30. nóvember og hefur ekki enn fallið niður dagur á auglýstum opnunartíma. 17. opnunardagur alpasvæðisins er í dag og 32. opnunardagur gönguskíðasvæðisins á Seljalandsdal. Veður hefur leikið við skíðamenn á norðanverðum Vestfjörðum þó örfáa daga hafi lognið eitthvað örlítið verið að flýta sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×