Innlent

Kona gengin niður í Smáralindinni - jólaösin að ná hámarki

Kona ógnaði öryggisvörðum með sprautunál í hádeginu þegar hún var staðin að þjófnaði í lyfjaverslun í kringlunni í dag. Konan ógnaði vörðunum þegar þeir ætluðu að hafa afskipti af henni. Hún komst undan en lögreglan leitar hennar.

Þá var tilkynnt um fjölmarga þjófnaði í dag. Þannig þurfti lögreglan að hafa afskipti af þjófum í verslunum við Hólshraun, í Skútuhrauni, Kringlunni, Austurbæ og fleiri stöðum.

Og svo virðist sem að fólk sé að flýta sér mismikið í jólaösinni sem fer að ná hámarki, en lögreglan var kölluð í Smáralindina um klukkan hálf fjögur í dag, en þar hafði kona fallið í gólfið, eftir að maður rakst utan í hana og gekk hana þannig niður. Maðurinn stoppaði ekki og lét sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður til og fékk konan aðhlynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×