Innlent

Enginn jólasnjór

Ljóst er að jólin á höfuðborgarsvæðinu og suðvestanlands verða rauð í ár því engin snjór er í kortunum hjá Veðurstofu Íslands næstu daga. Á morgun Þorláksmessu er búist við austlægum áttum, víða 10 til 15 metrar á sekúndu með suðausturströndinni framan af degi og norðlægari vindur undir kvöld.

Hitinn um land allt verður á bilinu eitt til þrjú stig en það frystir svo víða um kvöldið.

Á aðfangadag verður skýjað með köflum og yfirleitt úrkomulítið. Frost 0 til -6 stig um mest allt land.

Og sömu sögu er að segja á jóladag og annan í jólum en þá kólnar töluvert, eða allt að 20 stiga frost inn til landsins.

Taka skal fram að á Norður- og Austurlandi er víða mikill snjór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×