Innlent

Um 7800 nýskráðir bílar á þessu ári - Árið 2007 voru þeir 16 þúsund

Range Rover var í miklu uppáhaldi árið 2007.
Range Rover var í miklu uppáhaldi árið 2007.
Tæplega 7.800 fólksbílar hafa verið nýskráðir hér á landi á þessu ári samkvæmt tölum Umferðarstofu.

Þetta veruleg aukning miðað við tvö síðustu ár en í fyrra voru rétt rúmlega 5000 bílar nýskráðir og um 3000 árið 2010.

Bílamarkaðurinn hefur smám saman verið að taka við sér eftir bankahrun.

Hápunktinum var náð árið 2007 þegar um 16 þúsund bílar voru nýskráðir en árið 2009 voru þeir rétt um 2200.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×