Innlent

Fimm börn komu í heiminn í gær

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Fjögur börn fæddust á fæðingardeild Landspítalands í gær, aðfangadag og segir ljósmóðir fullkomið jafnrétti hafa ríkt þar á jólunum, tvær stelpur og tveir drengir komu í heiminn.

Eitt barn fæddist í Hreiðrinu í gær en óvenju rólegt var að gera hjá ljósmæðrum spítalans og tóku þær ekki á móti barni eftir klukkan sex á aðfangadag.

Eitt barn hefur fæðst á spítalanum það sem af er jóladegi, lítill drengur sem kom í heiminn um níuleytið í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×