Segir ákvörðun stjórnar SffR "fráleita“ og "einsdæmi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2012 11:58 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira