Segir ákvörðun stjórnar SffR "fráleita“ og "einsdæmi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2012 11:58 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira